Kristján Flygenring, lögfræðingur


1. Lögmenn KRST vinna á tímagjaldi nema samið sé sérstaklega um annað. Innheimt er skv. gildandi tímagjaldi þegar reikningur er gerður.

Um vinnu gegn tímagjaldi gildir eftirfarandi:

a. Lögmenn 37.500 kr./klst.
b. Löglærðir fulltrúar 32.500 kr./klst.

2. Virðisaukaskattur er lagður á þóknun eins og hann er ákveðinn með lögum hverju sinni.

3. Lágmarkseining í tímavinnu er 15 mín. 

4. KRST er ekki bundið af ákvörðun dóms um kostnað og þóknun gagnvart viðskiptamanni sínum.

5. Viðskiptamanni ber að greiða allan útlagðan kostnað sérstaklega, svo sem kostnað við matsgerðir, ágripsgerðir, dómsmálagjöld, keyptar mætingar, ferðir o.fl. KRST áskilur sér rétt til að leggja umsýsluþóknun ofan á útlagðan kostnað, allt að 15%.

6. Fyrir styttri ferðir innan höfuðborgarsvæðisins greiðir viðskiptamaður 6.000 kr. en fyrir lengri ferðir og akstur utan höfuðborgarsvæðis greiðir hann 141 kr. pr. km. Þá greiðir viðskiptamaður annan útlagðan kostnað, svo sem fæði og gistingu, eftir reikningum, að viðbættu 15% álagi.

7. Til viðbótar við framangreint tekur KRST 10% af öllum innheimtum kröfum hvenær sem fjármunir falla til, hvort sem er við dóm, úrskurð eða skv. samkomulagi. KRST greiðir innheimtar fjárhæðir út án áfallinna vaxta en vextir teljast til vörslugjalds. 

8. Fyrir umsýslu eða aðstoð við kaup/sölu fasteigna, fyrirtækja, eða annarra eigna greiðir viðskiptamaður tímagjald en þó aldrei minna en sem nemur 3% af söluandvirði.

9. Viðskiptamaður er ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og kostnaðar hvort sem það fæst greitt úr hendi gagnaðila eða ekki. 

10. Viðskiptamaður á rétt á að fá yfirlit úr tímaskrá lögmanns sem liggur að baki reikningi.

11. KRST áskilur sér rétt til þess að krefjast greiðslu áður en verk byrjar sem og reglulega á meðan mál er rekið. 

12. KRST áskilur sér rétt til að endurskoða gjaldskrá þessa, a.m.k. einu sinni á ári, og ber viðskiptamanni að fylgjast með breytingum. 


Reykjavík, 1. janúar 2024.